Helga S. G. Ingólfsdóttir

Fædd 19. mars 1931

Dáin 7. janúar 2019

Minningarathöfn í ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, Reykjavík þriðjudaginn 15. janúar 2019

Helga Sig­ríður Gísla­son Ing­ólfs­dótt­ir fædd­ist í Winnipeg í Manitoba í Kan­ada 19. mars 1931. Hún lést á hjarta­deild Land­spít­al­ans 7. janú­ar 2019.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Helgi Ingólf­ur Gísla­son, f. 1899, d. 1968, og Fann­ey Gísla­dótt­ir, f. 1912, d. 2004. Systkini Helgu eru Erna (Edda), f. 1928, d. 2001, Hörður, f. 1930, d. 1996, Ingólf­ur Gísli, f. 1941, d. 1996, Lára Sigrún, f. 1943, Ólaf­ur, f. 1945, d. 2016, og Sig­urður Val­ur, f. 1948.

Helga gift­ist 15. sept­em­ber 1955 Her­manni Hall­gríms­syni, f. 15.9. 1928, d. 27.4. 2001. For­eldr­ar hans voru hjón­in Hall­grím­ur Jóns­son, f. 1890, d. 1973, og Rann­veig Sig­urðardótt­ir, f. 1889, d. 1955. Börn Helgu og Her­manns eru: 1) Rann­veig Helga, f. 20.7. 1956, gift Ómari G. Jóns­syni. Syn­ir þeirra eru Magnús Dan, f. 14.10. 1988, og Helgi Hrafn, f. 17.9. 1994. 2) Jón Ingólf­ur, f. 28.12. 1961.

Helga var á fjórða ári þegar fjöl­skyld­an flutti heim til Íslands. Hún hafði frá barns­aldri mik­inn áhuga á hest­um og var sem ung­ling­ur knapi á mörg­um kapp­reiðum. Helga og Her­mann bjuggu í Reykja­vík fyr­ir utan ell­efu ár sem þau dvöld­ust í Kali­forn­íu sér til heilsu­bót­ar.

Minn­ing­ar­at­höfn um Helgu fer fram í rík­is­sal Votta Jehóva í Reykja­vík í dag, 15. janú­ar 2019, klukk­an 14.